Allt úr engu: Grasker, steik og pestó úr gömlum laufum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2020 19:10 Grasker voru í aðalhlutverki í þættinum Allt úr engu. Samsett/Allt úr engu Grillað grasker með brúnuðu smjöri og blóðbergi Fyrir 4 til 6 1 stk. Butternut grasker 250 gr smjör 4 hvítlauksgeirar – marðir eða skornir gróft Góð handfylli garðablóðberg 8-10 Einiber gróflega Hrísgrjónaedik Salt Kljúfið graskerið og fjarlægið kjarnana með skeið og skerið í kjötið. Þetta er gert svo smjörið komist betur inn í graskerið og gefi bragð. Setjið svo graskerið í eldfast mót eða grillbakka og geymið til hliðar á meðan þið gerið brúnaða smjörið. Setjið smjörið í pott og komið því fyrir á hellu á meðalháan hita. Þegar smjörið byrjar að freyða og rísa byrjið þá að píska reglulega í því þangað til hnetukeimur byrjar að lykta af smjörinu og það hefur náð gullinbrúnum lit. Þegar þessu stigi er náð þá er smjörið tekið af hellunni og hvítlauknum og blóðberginu bætt við. Bragðið smjörið til með dass af hrísgrjónaediki og vænu magni af salti. Þegar smjörið er klárt hellið því yfir sárið á graskerinu og dreifið vel úr saltinu, blóðberginu og hvítlauknum svo það deilist jafnt yfir allt graskerið. Að lokum setjið þið bakkann á grillið við háan hita í 10-15 mín eða þar til fallegum lit hefur verið náð á graskerinu. Þar á eftir skrúfið niður hitann og klárið að elda það á óbeinum hita við uþb. 160-180 gráður í 35 -45 mínútur. Mynd/Allt úr engu Pestó úr gömlum laufum Handfylli klettasalat Handfylli spínat frá steinöld Handfylli Steinelja Örlítið af myntu 2 msk. Graskersfræ Handfylli ostur – Allir fastir ostar virka í þessa uppskrift. Ólífuolía Salt Saxaðið allt hráefnið meðalfínt og komið fyrir í skál. Kryddið með salti og bætið ólífuolíu út í þannig þetta loði svolítið saman eins og heill massi. Rífið ostinn með rifjárni og setjið út í. Bragðið til og bætið við salt ef þess þarf. Mynd/Allt úr engu Steiktir sveppir með sólberjum og blóðbergi Fyrir 4-6 400 gr blandaðir sveppir – Skornir í skífur eða bita 2 skalottulaukar - Saxaðir Handfylli garðablóðberg – Skolað og saxað fínt Handfylli steinselja – Söxuð fínt 20-30 Sólber eða önnur súr ber Steikingarolía Smjörklípa Salt Hitið pönnu á hæsta hita þangað til það byrjar að rjúka úr henni. Hún á að vera brennandi heit svo til þess að þið náið að brúna sveppina vel því þar liggur góða bragðið. Ef steikt er við of lágan hita gufar vatnið úr sveppunum ekki nógu hratt upp og sveppirnir sjóða í staðin fyrir að steikjast. Þið setjið sveppina á heita pönnuna með steikingarolíu og svissið þeim af og til. Þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir að utan en ennþá örlítið stinnir að innan setjið þið smá smjör á pönnuna. Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast með sveppunum takið þá pönnuna af hitanum kastið steinselju, skalottulauk og blóðbergi út í sveppablönduna og blandið vel saman. Að lokum bætið þið berjunum út í og smakkið til með salti. Grilluð flanksteik Fyrir 6 1,5 kg flanksteik ( ca. 2*700 gr steikur) Salt Olía Kryddið steikurnar með salti og berið á þær olíu og látið þær standa í ca. 5-8 mínútur. Hitið grillið vel, upp í uþb. 250-300 gráður og setjið steikurnar á. Grillið þær í uþb. 4 ½ mínútu á hvorri hlið á beinum hita, eða þar til kjarnhitinn nær 48-50 gráðum. Takið steikurnar svo af grillinu og pakkið þeim inn í álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í 10-15 mín, eða þar til kjarnhitinn nær 54-55 gráðum. Ef þeim hita er ekki náð á þessum hvíldartíma má skella kjötinu aftur á grillið eða pönnu í nokkrar mínútur og leyfa þeim að hvíla aftur áður þið berð steikina fram. Mynd/Allt úr engu Gastrique sósa með rifsberjum Fyrir 4-6 100 gr. hunang – acacia eða blóma 170 gr. balsamico edik 180 gr. Rifsber 35 gr. Smjör Örlítið saxað garðablóðberg Svartur pipar Salt Setjið hunang og edik saman í pott og sjóðið það niður um 2/3 á meðalhita. Þarnæst skellið þið berjunum út í, takið pottinn af hitanum og pískið smjörinu út í og að lokum blóðberginu. Kryddið til með salti og ef til vill örlítið meira af ediki til að stilla sósuna af ef hún er of sæt. Sósan á að vera súrsæt á bragðið. Gott er líka að krydda örlítið með svörtum pipar til að fá smá biturleika. Graskerssalat með kóríander, villtum sveppum og sesam fræjum Sýrt grasker ½ grasker skorið í litla teninga 100 gr sykur 100 gr vatn 100 gr hrísgrjónaedik 25 gr engifer – rifið eða saxað 1 stöng lemongras – mjög fínt söxuð Sjóðið vatn, sykur, edik, hrísgrjónaedik, engifer og lemongras saman og hendið graskersteningunum út í pottinn. Haldið áfram að sjóða við uþb. 80 gráður í 1-2 mínútur eða þar til graskerið er orðið örlítið mjúkt en samt sem áður stökkt inn í miðju. Hellið þessu öllu saman í krukku eða box og leyfið því að kólna við stofuhita. Þetta er hægt að geyma endalaust og því ekki vitlaust að gera kannski aðeins meira svo hægt sé að eiga þetta í ísskápnum þegar maður vill bragðbæta eitthvað með sýrðu graskeri. Mynd/Allt úr engu Salatið 1 stk. Grasker – skrælt og skorið í teninga ½ kantilópa – skorin í teninga, aðeins minni en graskerið 10 stangir kóríander – saxað fínt Handfylli af spínati – skorið gróft Sveppir eftir smekk og magni sem fannst í náttúrunni – Saxaðir í sneiðar Soja sósa – eftir smekk Sítrónusafi frá hálfri sítrónu – einnig má rífa börkinn út í til að gefa enn meira sítrusbragð Sesamolía 2-3 tsk. Sítrónuolía 2 msk. Svart sesam 3 tsk. Sýrt grasker – eftir smekk, kannski byrja á helmingnum af magninu sem gefið er upp í uppskriftinni og prófa sig svo áfram með bragðið Salt Sjóðið graskerið í saltvatni þangað til það er orðið meyrt en samt sem áður þannig að það haldi forminu. Steikið sveppina á mjög heitri pönnu í olíu þangað til þeir eru orðnir vel dökkir og meirihlutinn af vatninu farinn úr þeim. Blandið öllu vel saman og bragðið aftur til með salti og sítrónusafa ef þörf er á. Hægt er að skreyta með kóríander og öðrum jurtum áður en borið er fram. Matur Uppskriftir Grænmetisréttir Allt úr engu Nautakjöt Sósur Tengdar fréttir Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 8. september 2020 17:30 Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Grillað grasker með brúnuðu smjöri og blóðbergi Fyrir 4 til 6 1 stk. Butternut grasker 250 gr smjör 4 hvítlauksgeirar – marðir eða skornir gróft Góð handfylli garðablóðberg 8-10 Einiber gróflega Hrísgrjónaedik Salt Kljúfið graskerið og fjarlægið kjarnana með skeið og skerið í kjötið. Þetta er gert svo smjörið komist betur inn í graskerið og gefi bragð. Setjið svo graskerið í eldfast mót eða grillbakka og geymið til hliðar á meðan þið gerið brúnaða smjörið. Setjið smjörið í pott og komið því fyrir á hellu á meðalháan hita. Þegar smjörið byrjar að freyða og rísa byrjið þá að píska reglulega í því þangað til hnetukeimur byrjar að lykta af smjörinu og það hefur náð gullinbrúnum lit. Þegar þessu stigi er náð þá er smjörið tekið af hellunni og hvítlauknum og blóðberginu bætt við. Bragðið smjörið til með dass af hrísgrjónaediki og vænu magni af salti. Þegar smjörið er klárt hellið því yfir sárið á graskerinu og dreifið vel úr saltinu, blóðberginu og hvítlauknum svo það deilist jafnt yfir allt graskerið. Að lokum setjið þið bakkann á grillið við háan hita í 10-15 mín eða þar til fallegum lit hefur verið náð á graskerinu. Þar á eftir skrúfið niður hitann og klárið að elda það á óbeinum hita við uþb. 160-180 gráður í 35 -45 mínútur. Mynd/Allt úr engu Pestó úr gömlum laufum Handfylli klettasalat Handfylli spínat frá steinöld Handfylli Steinelja Örlítið af myntu 2 msk. Graskersfræ Handfylli ostur – Allir fastir ostar virka í þessa uppskrift. Ólífuolía Salt Saxaðið allt hráefnið meðalfínt og komið fyrir í skál. Kryddið með salti og bætið ólífuolíu út í þannig þetta loði svolítið saman eins og heill massi. Rífið ostinn með rifjárni og setjið út í. Bragðið til og bætið við salt ef þess þarf. Mynd/Allt úr engu Steiktir sveppir með sólberjum og blóðbergi Fyrir 4-6 400 gr blandaðir sveppir – Skornir í skífur eða bita 2 skalottulaukar - Saxaðir Handfylli garðablóðberg – Skolað og saxað fínt Handfylli steinselja – Söxuð fínt 20-30 Sólber eða önnur súr ber Steikingarolía Smjörklípa Salt Hitið pönnu á hæsta hita þangað til það byrjar að rjúka úr henni. Hún á að vera brennandi heit svo til þess að þið náið að brúna sveppina vel því þar liggur góða bragðið. Ef steikt er við of lágan hita gufar vatnið úr sveppunum ekki nógu hratt upp og sveppirnir sjóða í staðin fyrir að steikjast. Þið setjið sveppina á heita pönnuna með steikingarolíu og svissið þeim af og til. Þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir að utan en ennþá örlítið stinnir að innan setjið þið smá smjör á pönnuna. Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast með sveppunum takið þá pönnuna af hitanum kastið steinselju, skalottulauk og blóðbergi út í sveppablönduna og blandið vel saman. Að lokum bætið þið berjunum út í og smakkið til með salti. Grilluð flanksteik Fyrir 6 1,5 kg flanksteik ( ca. 2*700 gr steikur) Salt Olía Kryddið steikurnar með salti og berið á þær olíu og látið þær standa í ca. 5-8 mínútur. Hitið grillið vel, upp í uþb. 250-300 gráður og setjið steikurnar á. Grillið þær í uþb. 4 ½ mínútu á hvorri hlið á beinum hita, eða þar til kjarnhitinn nær 48-50 gráðum. Takið steikurnar svo af grillinu og pakkið þeim inn í álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í 10-15 mín, eða þar til kjarnhitinn nær 54-55 gráðum. Ef þeim hita er ekki náð á þessum hvíldartíma má skella kjötinu aftur á grillið eða pönnu í nokkrar mínútur og leyfa þeim að hvíla aftur áður þið berð steikina fram. Mynd/Allt úr engu Gastrique sósa með rifsberjum Fyrir 4-6 100 gr. hunang – acacia eða blóma 170 gr. balsamico edik 180 gr. Rifsber 35 gr. Smjör Örlítið saxað garðablóðberg Svartur pipar Salt Setjið hunang og edik saman í pott og sjóðið það niður um 2/3 á meðalhita. Þarnæst skellið þið berjunum út í, takið pottinn af hitanum og pískið smjörinu út í og að lokum blóðberginu. Kryddið til með salti og ef til vill örlítið meira af ediki til að stilla sósuna af ef hún er of sæt. Sósan á að vera súrsæt á bragðið. Gott er líka að krydda örlítið með svörtum pipar til að fá smá biturleika. Graskerssalat með kóríander, villtum sveppum og sesam fræjum Sýrt grasker ½ grasker skorið í litla teninga 100 gr sykur 100 gr vatn 100 gr hrísgrjónaedik 25 gr engifer – rifið eða saxað 1 stöng lemongras – mjög fínt söxuð Sjóðið vatn, sykur, edik, hrísgrjónaedik, engifer og lemongras saman og hendið graskersteningunum út í pottinn. Haldið áfram að sjóða við uþb. 80 gráður í 1-2 mínútur eða þar til graskerið er orðið örlítið mjúkt en samt sem áður stökkt inn í miðju. Hellið þessu öllu saman í krukku eða box og leyfið því að kólna við stofuhita. Þetta er hægt að geyma endalaust og því ekki vitlaust að gera kannski aðeins meira svo hægt sé að eiga þetta í ísskápnum þegar maður vill bragðbæta eitthvað með sýrðu graskeri. Mynd/Allt úr engu Salatið 1 stk. Grasker – skrælt og skorið í teninga ½ kantilópa – skorin í teninga, aðeins minni en graskerið 10 stangir kóríander – saxað fínt Handfylli af spínati – skorið gróft Sveppir eftir smekk og magni sem fannst í náttúrunni – Saxaðir í sneiðar Soja sósa – eftir smekk Sítrónusafi frá hálfri sítrónu – einnig má rífa börkinn út í til að gefa enn meira sítrusbragð Sesamolía 2-3 tsk. Sítrónuolía 2 msk. Svart sesam 3 tsk. Sýrt grasker – eftir smekk, kannski byrja á helmingnum af magninu sem gefið er upp í uppskriftinni og prófa sig svo áfram með bragðið Salt Sjóðið graskerið í saltvatni þangað til það er orðið meyrt en samt sem áður þannig að það haldi forminu. Steikið sveppina á mjög heitri pönnu í olíu þangað til þeir eru orðnir vel dökkir og meirihlutinn af vatninu farinn úr þeim. Blandið öllu vel saman og bragðið aftur til með salti og sítrónusafa ef þörf er á. Hægt er að skreyta með kóríander og öðrum jurtum áður en borið er fram.
Matur Uppskriftir Grænmetisréttir Allt úr engu Nautakjöt Sósur Tengdar fréttir Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 8. september 2020 17:30 Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 8. september 2020 17:30
Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 31. ágúst 2020 19:10
Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33