Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. september 2020 13:35 Katrín og Sigmundur mættust á Sprengisandi á Bylgjunni. Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Sigmundur gagnrýnir stefnuleysi í málinu í annarri bylgju faraldursins. „Nú finnst mér algjörlega óljóst hvert markmið stjórnvalda í viðureigninni við þessa veiru.[…] En með hvaða hætti ætla menn að ná því óljósa meginmarkmiði?“ spurði Sigmundur. „Til dæmis þessi lokun [á landamærum] nú síðast. Virðist hafa birst óvænt. Fólk í ferðaþjónustu hafði verið í einhverjum samskiptum við stjórnvöld og átti von á því að það samtal héldi áfram um hvernig þetta yrði skipulagt, svoleiðis að sá þáttur efnahagslífsins gæti haldið áfram. Svo bara allt í einu er tekin ákvörðun um þessa lokun og það tilkynnt.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hófstilltar miðað við önnur lönd. „Vernda rétt fólks til lífs og heilsu og draga eftir fremsta megni úr samfélagslegum og efnahagslegum afleiðingum. Þegar við horfum á þessa sögu þá hafa allar þessar ráðstafanir byggst á nýjustu gögnum og þekkingu á veirunni. Við metum það þannig að hún þjóni þeim markmiðum betur, það er að segja, harðari takmarkanir á landamærum svo við getum fremur slakað á hér innanlands,“ sagði Katrín. „Ég veit hins vegar að þetta bitnar illa á ferðaþjónustunni og það er úrlausnarefnið hvernig við getum við stutt við þá atvinnugrein til þess að hún getur spyrnt hratt við þegar annað hvort við sjáum bóluefni verða til eða þegar bóluefnið kemur til eða þá að eitthvað annað gerist með veiruna.“ Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Sigmundur gagnrýnir stefnuleysi í málinu í annarri bylgju faraldursins. „Nú finnst mér algjörlega óljóst hvert markmið stjórnvalda í viðureigninni við þessa veiru.[…] En með hvaða hætti ætla menn að ná því óljósa meginmarkmiði?“ spurði Sigmundur. „Til dæmis þessi lokun [á landamærum] nú síðast. Virðist hafa birst óvænt. Fólk í ferðaþjónustu hafði verið í einhverjum samskiptum við stjórnvöld og átti von á því að það samtal héldi áfram um hvernig þetta yrði skipulagt, svoleiðis að sá þáttur efnahagslífsins gæti haldið áfram. Svo bara allt í einu er tekin ákvörðun um þessa lokun og það tilkynnt.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hófstilltar miðað við önnur lönd. „Vernda rétt fólks til lífs og heilsu og draga eftir fremsta megni úr samfélagslegum og efnahagslegum afleiðingum. Þegar við horfum á þessa sögu þá hafa allar þessar ráðstafanir byggst á nýjustu gögnum og þekkingu á veirunni. Við metum það þannig að hún þjóni þeim markmiðum betur, það er að segja, harðari takmarkanir á landamærum svo við getum fremur slakað á hér innanlands,“ sagði Katrín. „Ég veit hins vegar að þetta bitnar illa á ferðaþjónustunni og það er úrlausnarefnið hvernig við getum við stutt við þá atvinnugrein til þess að hún getur spyrnt hratt við þegar annað hvort við sjáum bóluefni verða til eða þegar bóluefnið kemur til eða þá að eitthvað annað gerist með veiruna.“
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira