Sænskur landsliðsmaður í Stjörnuna: Leit alltaf upp til Hlyns og þekki Ægi Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 18:50 Alexander Lindqvist segir skemmtilegt fyrir strákana sína að prófa að búa á Íslandi. mynd/stöð 2 Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn