Íslenski boltinn

Segir að Hilmar Árni eigi að skammast sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson færði sig úr varnarvegg Stjörnunnar í þriðja marki FH í leik liðanna í Kaplakrika í gær.
Hilmar Árni Halldórsson færði sig úr varnarvegg Stjörnunnar í þriðja marki FH í leik liðanna í Kaplakrika í gær. vísir/stöð 2 sport

Hjörvar Hafliðason furðaði sig á tilburðum Hilmars Árna Halldórssonar í þriðja marki FH gegn Stjörnunni í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. FH-ingar unnu leikinn, 3-0.

Þórir Jóhann Helgason skoraði þriðja mark FH með skoti beint úr aukaspyrnu. Hann nýtti sér þá það að Hilmar Árni, sem var yst í varnarveggnum, færði sig frá og opnaði þar með gat í veggnum.

„Hann á bara að skammast sín. Miðað við það litla sem ég hef kynnst þeim dreng getur hann ábyggilega ekki horft á þetta. Þetta er eitthvað það allra aumasta sem maður hefur séð,“ sagði Hjörvar í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

Þorkell Máni Pétursson tók upp hanskann fyrir Hilmar Árna. „Hann á inni tíu svona mörk miðað við hvað hann hefur gert fyrir félagið,“ sagði Máni.

Hilmar Árni var tekinn af velli skömmu eftir þriðja mark FH. Í undanúrslitum Mjólkurbikarsins mæta FH-ingar Eyjamönnum.

Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða þriðja mark FH gegn Stjörnunni

Tengdar fréttir

Stórleikir í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Dregið var til undanúrslita karla og kvenna í Mjólkurbikarnum í fótbolta í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport í kvöld. Stórleikir eru þar á dagskrá.

Eiður Smári: Frammistaðan frábær

Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, hafði yfir litlu að kvarta eftir sigurinn á Stjörnunni í Mjólkurbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×