Varð fyrir ör frumbyggja í eftirlitsferð og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 08:07 Rieli Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum. Samsett/getty Einn helsti sérfræðingur Brasilíu í einangruðum ættbálkum frumbyggja Amasonfrumskógarins lést eftir að hafa orðið fyrir ör frumbyggja á miðvikudag. Rieli Franciscato var í eftirlitsferð á vegum frumbyggjaskrifstofu ríkisins í hinu afskekkta Rondônia-ríki í norðvesturhluta Brasilíu í fyrradag. Samkvæmt framburði vitna á staðnum urðu Franciscato og fylgdarlið hans fyrir örvadrífu frumbyggja. Franciscato reyndi að skýla sér bak við bíl en fékk ör í brjóstið. Franciscato er sagður hafa fjarlægt örina sjálfur úr brjóstinu, hlaupið um fimmtíu metra og að endingu hnigið niður. Haft er eftir Gabriel Uchida fréttaljósmyndara í frétt AFP-fréttaveitunnar að Franciscato hafi ætlað að vitja ættbálks sem kenndur er við Cautario-ána. Ættbálkurinn sé oftast friðsamur en á miðvikudag hafi fimm vopnaðir menn úr ættbálknum mætt Franciscato og fylgdarliði hans. „Herlið,“ segir Uchida. Survival Indernational, réttindasamtök frumbyggja, segja Franciscato hafa verið kallaðan út að svæðinu eftir að þar sást ítrekað til einangraðra frumbyggja undanfarna mánuði. Skógareyðing hafi verið gríðarleg á svæðinu síðustu ár og með henni hafi verið þjarmað verulega að heimkynnum ættbálkanna. Andlát Fransciscato hafi þannig nær vafalaust verið „svar við hinum gríðarlega þrýstingi“ sem frumbyggjar og regnskógurinn þeirra sitji nú undir. Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum og vann að málaflokknum í yfir þrjátíu ár, að því er segir í frétt BBC. Hann var 56 ára. Brasilía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Brasilíu í einangruðum ættbálkum frumbyggja Amasonfrumskógarins lést eftir að hafa orðið fyrir ör frumbyggja á miðvikudag. Rieli Franciscato var í eftirlitsferð á vegum frumbyggjaskrifstofu ríkisins í hinu afskekkta Rondônia-ríki í norðvesturhluta Brasilíu í fyrradag. Samkvæmt framburði vitna á staðnum urðu Franciscato og fylgdarlið hans fyrir örvadrífu frumbyggja. Franciscato reyndi að skýla sér bak við bíl en fékk ör í brjóstið. Franciscato er sagður hafa fjarlægt örina sjálfur úr brjóstinu, hlaupið um fimmtíu metra og að endingu hnigið niður. Haft er eftir Gabriel Uchida fréttaljósmyndara í frétt AFP-fréttaveitunnar að Franciscato hafi ætlað að vitja ættbálks sem kenndur er við Cautario-ána. Ættbálkurinn sé oftast friðsamur en á miðvikudag hafi fimm vopnaðir menn úr ættbálknum mætt Franciscato og fylgdarliði hans. „Herlið,“ segir Uchida. Survival Indernational, réttindasamtök frumbyggja, segja Franciscato hafa verið kallaðan út að svæðinu eftir að þar sást ítrekað til einangraðra frumbyggja undanfarna mánuði. Skógareyðing hafi verið gríðarleg á svæðinu síðustu ár og með henni hafi verið þjarmað verulega að heimkynnum ættbálkanna. Andlát Fransciscato hafi þannig nær vafalaust verið „svar við hinum gríðarlega þrýstingi“ sem frumbyggjar og regnskógurinn þeirra sitji nú undir. Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum og vann að málaflokknum í yfir þrjátíu ár, að því er segir í frétt BBC. Hann var 56 ára.
Brasilía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira