Sara og Björgvin Karl þurfa að keppa eftir miðnætti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa ekki bara að vaka um miðja nótt heldur keppa á móti þeim bestu í heimi. Mynd/Samsett Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma. CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma.
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira