Sara og Björgvin Karl þurfa að keppa eftir miðnætti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa ekki bara að vaka um miðja nótt heldur keppa á móti þeim bestu í heimi. Mynd/Samsett Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma. CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma.
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira