Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 14:49 Ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað verulega undanfarnar vikur eftir að seinni bylgja kórónuveirufaraldursins fór í gang með fylgjandi takmörkunum. Vísir/Vilhelm Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira