Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2020 12:00 Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum. AP/Francisco Seco Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00