Að vakna með lokuð augu Svavar Guðmundsson skrifar 10. september 2020 09:00 Á vordögum skrifuðu samtök launafólks og Öryrkjabandalagið með viðhöfn undir baráttusamning til handa öryrkjum sem bar yfirskriftina „Samstaða um bætt lífskjör“. Hvað hefur gerst síðan, svona af því sem við höfum heyrt í fjölmiðlum frá verkalýðsforystunni, jú hækkum atvinnuleysisbætur en enginn minnst orði á að bæta kjör öryrkja. Þessi óperusöngur um hækkun atvinnuleysisbóta glymur allan daginn í fjölmiðlum og hefur gert svo undanfarna mánuði. Einnig hefur litríka stjórnaandstaðan hafið kosningabaráttu sína fyrir alþingiskosningar á næsta ári með auglýsingaherferðinni „hækkum atvinnuleysisbætur“. Það er lífsins ómögulegt að ætla stjórn og stjórnaandstöðu að geta komið sér saman um hvernig veðrið sé úti þá stundina standandi öll undir sömu regnhlífinni, því minnihlutinn lofar betra veðri ef keyptar verða stærri regnhlífar handa útvöldum. Það er með hreinum ólíkindum hvað mörg þeirra eru illa áttuð á þeirri staðreynd að það var ekki til nein uppskrift né eitthvað hundgamalt minnisblað um hvernig ætti að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs. Mér sýnist ríkisstjórnin vera leysa málin nokkuð vel dag frá degi því vandamálið er á fleygiferð ólíkt stjórnarandstöðunni sem getur varla talast við innan flokka um hvað eigi að vera með síðdegiskaffinu svolítið er við að vera hjá þeim, nema að vera á móti öllu sem gert er. Til einföldunar má segja að skútan liggi við akkeri, í vari, stjórnarandstaðan er í landi meðan ríkisstjórnin er um borð að ausa á fullu og af bestu yfirsýn. Skútan fagra gæti heitið Stubbur RE 2020. Nú er því svo farið að atvinnuleysisbætur eru hæstu mánaðarlegu framfærslubætur sem greiddar eru hérlendis. Fullar atvinnuleysisbætur að fyrstu þrem tekjutengdu mánuðum liðnum eru um 290.000 krónur ámánuði. Fullar örorkubætur eru um 245.000 krónur og ellilífeyrir eitthvað örfáum krónum lægri á mánuði. Þannig að atvinnuleysisbætur eru tæp 20% hærri en aðrar tilteknar bætur. Einn stórkostlegan kost hafa atvinnuleysisbætur umfram örorkubætur, hann er sá að ef sá hinn atvinnulausi fær atvinnu þá þarf hann ekki að endurgreiða hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið ólíkt öryrkjanum sem þarf að endurgreiða stóran hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið innan ársins, ef hann fær atvinnu. Já köld eru öryrkjans kjör. Sanngirni gagnvart hinum minnstu borgurum sem eru samferðamenn þínir á okkar stutta æviskeiði er lítil og í senn fjandsamleg. Það að tala einungis um hækkun atvinnuleysisbóta sem er eins og áður sagði hæstar allra mánaðarlegra bótagreiðslna er afar ósanngjarnt með tilliti til annarra bótaþega í landinu.Atvinnuleysisbætur eiga ekki að vera framfærslubætur til langs tíma. Tvítug manneskja er með hærri upphæð í vasann en 45 ára öryrki sem þarf að standa straum af húsaleigu, lyfja og hjálpartækjakostnaði meðan hinn tvítugi býr enn í föðurtúnum með báðar skóreimar lausar. Öryrkjar geta lært margt af baráttu hinsegin fólks. Af hverju skyldi staða öryrkja lítið hafa breyst sl. áratug og lengur er varðar upphæð mánaðarlegra bótagreiðslna og hafa nú allir flokkar verið í ríkistjórn hægri vinstri á þessu tímabili. Ég tel að forysta öryrkja í landinu þurfi að vera mun sýnilegri og láta meira til sín taka til eflingar, menntunnar og stuðnings til sjálfstæðis fyrir sitt fólk. Nú væri t.a.m. lag fyrir ÖBÍ sem fær stóran hluta af Lottópeningunum okkar að láta í sér heyra sem aldrei fyrr til mótvægis við allt tækifærisgjammið í samfélaginu um hækkun atvinnuleysisbóta. Herferðin gæti hljóma eitthvað í þessum dúr. Ég nota hjólastól til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota blindrastaf til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota göngugrind til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Við erum ekki laumufarþegar í okkar samfélagi, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur Sýnilegur ósýnileiki. Mörg aðildarfélög ÖBÍ hafa verið algerlega ósýnileg nema þegar kemur að sölu happadrættismiða þeirra. Í raun þyrfti að skylda öll sérhagsmunasamtök ólíkra öryrkjahópa til þess að birta ársreikning sinn opinberlega svo almenningur sjái í hvað peningar þeirra fara. Ég þekki t.a.m til eins félags þar sem launakostnaður framkvæmdastjóra og formanns í hlutastarfi er rétt tæpar 20 milljónir á ári sem er ekkert nema galið í ljósi þess að félagið reiðir sig á happadrættissölu og velvilja almennings. Ég lít svo á að framangreindir peningar séu verðmætari en aðrir í ljósi þess hvernig þeirra er aflað, þ.e.a.s. með velvilja almennings og því eigi að nýta þá betur fötluðum til betra lífs. Það er eins og æði margir séu í „þægilegu“ starfi við að gera sem allra minnst í því að setja sig í spor sinna minnstu bræðra. Vissulega hefur ýmislegt verið gert í aðgengismálum bæði í tækni og umferlismálum en öryrkjar lifa ekki á því né borða út á það. Og ef öryrkja líður stöðugt illa yfir fátækt sinni þá skiptir aðgengið litlu sem engu og öryrkinn einangrast, fátæktarmein er einsemdarmein. Til að auka baráttuandann og berja sér hugrekki í brjóst ættu öryrkjar að eiga eins og eina götu eyrnamerkta málstaðnum niðri í miðbæ til að auka sýnileika sinn, og koma þar reglulega saman. Ef réttindabarátta öryrkja og aldraðra væri á pari við stöðu samkynhneigðra hérlendis væri kaup og kjör þeirra mun betri. Auk þess fengju öryrkjar og aldraðir að mála myndir af hjálpartækjunum sínum á helstu göngugötur borgarinnar. Síðan er nauðsynlegt að fá helstu fyrirtæki í landinu í lið með sér líkt og hinsegin fólk gerir. Gaman væri ef t.d. fólk breytti prófílmynd sinni á samfélagsmiðlum líkt og þeir gera reglulega fyrir samkynhneigða og hengdu mynd af helstu hjálpartækjum um hálsinn á sér. Og Kauphöllin myndi lýsa upp helstu hjápartæki öryrkja á byggingunni líkt og þeir gera með regnbogann fyrir samkynhneigða. Þeir gætu jafnvel látið slagorðið fylgja með mynd af hjálpartækjunum „átt þú svona dót“. Það þarf alveg nýja hugsun í réttindabaráttu öryrkja og það þarf ekki að upphefja aðra bótahópa umfram aðra í samfélaginu, með því er um leið verið að vanvirða og níðast á hinum sbr. öryrkja og eldri borgara. Samtök launafólks vilja tæma alla sparibauka ríkissjóðs og skuldsetja hann enn meira strax, sem hefur aldrei verið skynsamlegt og allra síst í þeirri stöðu sem uppi er nú. Það má ekki nota Covid sem hækju fyrir allt sem miður fer í stað þess að finna skapandi lausnir. Ríkissjóður er ekki fljótandi gullæð og það mun mest bitna á farsæld minnihlutahópa á komandi tímum ef fjárlagaholan verði það djúp að mannshöndin nær ekki ofan í hana sökum bráðlætis sérhagsmunahópa. Á þetta hefur verið ítrekað bent í öllum sögubókum og eru þær til á bókasafni sannleikans og ASÍ. Stjórnmálamenn margir hverjir eru með meistarapróf úr Eftirhermuskólanum því þeir stagglast ítrekað á frasanum „fordómalausar aðstæður“ með hendur í vösum og stígandi á skóreimar sínar líkt og unglingurinn í föðurtúnum. Á sama tíma eru flestir öryrkjar með meistarapróf í Umburðarlyndisstjórnun og því er þeirra frasi, „fordómarnir eru allstaðar“ og skilningurinn eftir því. Það er ömurleg staðreynd engu að síður að margur öryrkinn og eldri borgarinn upplifa sig einskis virði í samfélaginu sem er napurlegt fyrir okkar lægstu bræður og systur. Mátum skó hinna þjáðu áður en við byrjum að níða hann af þeim. Jöfnum bótakerfið í stað þess að breikka bil óhamingjunar innan þess. Og nú þegar hægt hefur á efnahagslífinu þá er allt hægt í jákvæðri merkingu þess síðasta orðs. Virkjum okkar dýrmætasta afl, ímyndunaraflið til góðra verka, sköpunar og ekki síst samkenndar og samlíðunar. Til að tryggja að lífið verði aldrei verðlaust né óþarfa ruglingslegt er lífsnauðsyn að skapa sér góða yfirsýn. Í því sambandi er nauðsynlegt að þeir sem taka til máls í umræðunni um framanritað fækki blindgötuferðunum og staldri við með bæði augun opin á stóru umferðareyjunum lýðnum til heilla í stað þess að ala á misskiptingu. Og að lokum er gott að hafa í huga að þegar gleðin býr í hjartslættinum er lífsgangan létt og spennandi með eða án hjálpartækja.Höfundur er sjávarútvegsfræðingur sem stefnir á doktorsnám í Umburðarlyndisstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á vordögum skrifuðu samtök launafólks og Öryrkjabandalagið með viðhöfn undir baráttusamning til handa öryrkjum sem bar yfirskriftina „Samstaða um bætt lífskjör“. Hvað hefur gerst síðan, svona af því sem við höfum heyrt í fjölmiðlum frá verkalýðsforystunni, jú hækkum atvinnuleysisbætur en enginn minnst orði á að bæta kjör öryrkja. Þessi óperusöngur um hækkun atvinnuleysisbóta glymur allan daginn í fjölmiðlum og hefur gert svo undanfarna mánuði. Einnig hefur litríka stjórnaandstaðan hafið kosningabaráttu sína fyrir alþingiskosningar á næsta ári með auglýsingaherferðinni „hækkum atvinnuleysisbætur“. Það er lífsins ómögulegt að ætla stjórn og stjórnaandstöðu að geta komið sér saman um hvernig veðrið sé úti þá stundina standandi öll undir sömu regnhlífinni, því minnihlutinn lofar betra veðri ef keyptar verða stærri regnhlífar handa útvöldum. Það er með hreinum ólíkindum hvað mörg þeirra eru illa áttuð á þeirri staðreynd að það var ekki til nein uppskrift né eitthvað hundgamalt minnisblað um hvernig ætti að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs. Mér sýnist ríkisstjórnin vera leysa málin nokkuð vel dag frá degi því vandamálið er á fleygiferð ólíkt stjórnarandstöðunni sem getur varla talast við innan flokka um hvað eigi að vera með síðdegiskaffinu svolítið er við að vera hjá þeim, nema að vera á móti öllu sem gert er. Til einföldunar má segja að skútan liggi við akkeri, í vari, stjórnarandstaðan er í landi meðan ríkisstjórnin er um borð að ausa á fullu og af bestu yfirsýn. Skútan fagra gæti heitið Stubbur RE 2020. Nú er því svo farið að atvinnuleysisbætur eru hæstu mánaðarlegu framfærslubætur sem greiddar eru hérlendis. Fullar atvinnuleysisbætur að fyrstu þrem tekjutengdu mánuðum liðnum eru um 290.000 krónur ámánuði. Fullar örorkubætur eru um 245.000 krónur og ellilífeyrir eitthvað örfáum krónum lægri á mánuði. Þannig að atvinnuleysisbætur eru tæp 20% hærri en aðrar tilteknar bætur. Einn stórkostlegan kost hafa atvinnuleysisbætur umfram örorkubætur, hann er sá að ef sá hinn atvinnulausi fær atvinnu þá þarf hann ekki að endurgreiða hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið ólíkt öryrkjanum sem þarf að endurgreiða stóran hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið innan ársins, ef hann fær atvinnu. Já köld eru öryrkjans kjör. Sanngirni gagnvart hinum minnstu borgurum sem eru samferðamenn þínir á okkar stutta æviskeiði er lítil og í senn fjandsamleg. Það að tala einungis um hækkun atvinnuleysisbóta sem er eins og áður sagði hæstar allra mánaðarlegra bótagreiðslna er afar ósanngjarnt með tilliti til annarra bótaþega í landinu.Atvinnuleysisbætur eiga ekki að vera framfærslubætur til langs tíma. Tvítug manneskja er með hærri upphæð í vasann en 45 ára öryrki sem þarf að standa straum af húsaleigu, lyfja og hjálpartækjakostnaði meðan hinn tvítugi býr enn í föðurtúnum með báðar skóreimar lausar. Öryrkjar geta lært margt af baráttu hinsegin fólks. Af hverju skyldi staða öryrkja lítið hafa breyst sl. áratug og lengur er varðar upphæð mánaðarlegra bótagreiðslna og hafa nú allir flokkar verið í ríkistjórn hægri vinstri á þessu tímabili. Ég tel að forysta öryrkja í landinu þurfi að vera mun sýnilegri og láta meira til sín taka til eflingar, menntunnar og stuðnings til sjálfstæðis fyrir sitt fólk. Nú væri t.a.m. lag fyrir ÖBÍ sem fær stóran hluta af Lottópeningunum okkar að láta í sér heyra sem aldrei fyrr til mótvægis við allt tækifærisgjammið í samfélaginu um hækkun atvinnuleysisbóta. Herferðin gæti hljóma eitthvað í þessum dúr. Ég nota hjólastól til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota blindrastaf til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Ég nota göngugrind til allra minna ferða, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur. Við erum ekki laumufarþegar í okkar samfélagi, hækkum örorkubætur til jafns við atvinnuleysisbætur Sýnilegur ósýnileiki. Mörg aðildarfélög ÖBÍ hafa verið algerlega ósýnileg nema þegar kemur að sölu happadrættismiða þeirra. Í raun þyrfti að skylda öll sérhagsmunasamtök ólíkra öryrkjahópa til þess að birta ársreikning sinn opinberlega svo almenningur sjái í hvað peningar þeirra fara. Ég þekki t.a.m til eins félags þar sem launakostnaður framkvæmdastjóra og formanns í hlutastarfi er rétt tæpar 20 milljónir á ári sem er ekkert nema galið í ljósi þess að félagið reiðir sig á happadrættissölu og velvilja almennings. Ég lít svo á að framangreindir peningar séu verðmætari en aðrir í ljósi þess hvernig þeirra er aflað, þ.e.a.s. með velvilja almennings og því eigi að nýta þá betur fötluðum til betra lífs. Það er eins og æði margir séu í „þægilegu“ starfi við að gera sem allra minnst í því að setja sig í spor sinna minnstu bræðra. Vissulega hefur ýmislegt verið gert í aðgengismálum bæði í tækni og umferlismálum en öryrkjar lifa ekki á því né borða út á það. Og ef öryrkja líður stöðugt illa yfir fátækt sinni þá skiptir aðgengið litlu sem engu og öryrkinn einangrast, fátæktarmein er einsemdarmein. Til að auka baráttuandann og berja sér hugrekki í brjóst ættu öryrkjar að eiga eins og eina götu eyrnamerkta málstaðnum niðri í miðbæ til að auka sýnileika sinn, og koma þar reglulega saman. Ef réttindabarátta öryrkja og aldraðra væri á pari við stöðu samkynhneigðra hérlendis væri kaup og kjör þeirra mun betri. Auk þess fengju öryrkjar og aldraðir að mála myndir af hjálpartækjunum sínum á helstu göngugötur borgarinnar. Síðan er nauðsynlegt að fá helstu fyrirtæki í landinu í lið með sér líkt og hinsegin fólk gerir. Gaman væri ef t.d. fólk breytti prófílmynd sinni á samfélagsmiðlum líkt og þeir gera reglulega fyrir samkynhneigða og hengdu mynd af helstu hjálpartækjum um hálsinn á sér. Og Kauphöllin myndi lýsa upp helstu hjápartæki öryrkja á byggingunni líkt og þeir gera með regnbogann fyrir samkynhneigða. Þeir gætu jafnvel látið slagorðið fylgja með mynd af hjálpartækjunum „átt þú svona dót“. Það þarf alveg nýja hugsun í réttindabaráttu öryrkja og það þarf ekki að upphefja aðra bótahópa umfram aðra í samfélaginu, með því er um leið verið að vanvirða og níðast á hinum sbr. öryrkja og eldri borgara. Samtök launafólks vilja tæma alla sparibauka ríkissjóðs og skuldsetja hann enn meira strax, sem hefur aldrei verið skynsamlegt og allra síst í þeirri stöðu sem uppi er nú. Það má ekki nota Covid sem hækju fyrir allt sem miður fer í stað þess að finna skapandi lausnir. Ríkissjóður er ekki fljótandi gullæð og það mun mest bitna á farsæld minnihlutahópa á komandi tímum ef fjárlagaholan verði það djúp að mannshöndin nær ekki ofan í hana sökum bráðlætis sérhagsmunahópa. Á þetta hefur verið ítrekað bent í öllum sögubókum og eru þær til á bókasafni sannleikans og ASÍ. Stjórnmálamenn margir hverjir eru með meistarapróf úr Eftirhermuskólanum því þeir stagglast ítrekað á frasanum „fordómalausar aðstæður“ með hendur í vösum og stígandi á skóreimar sínar líkt og unglingurinn í föðurtúnum. Á sama tíma eru flestir öryrkjar með meistarapróf í Umburðarlyndisstjórnun og því er þeirra frasi, „fordómarnir eru allstaðar“ og skilningurinn eftir því. Það er ömurleg staðreynd engu að síður að margur öryrkinn og eldri borgarinn upplifa sig einskis virði í samfélaginu sem er napurlegt fyrir okkar lægstu bræður og systur. Mátum skó hinna þjáðu áður en við byrjum að níða hann af þeim. Jöfnum bótakerfið í stað þess að breikka bil óhamingjunar innan þess. Og nú þegar hægt hefur á efnahagslífinu þá er allt hægt í jákvæðri merkingu þess síðasta orðs. Virkjum okkar dýrmætasta afl, ímyndunaraflið til góðra verka, sköpunar og ekki síst samkenndar og samlíðunar. Til að tryggja að lífið verði aldrei verðlaust né óþarfa ruglingslegt er lífsnauðsyn að skapa sér góða yfirsýn. Í því sambandi er nauðsynlegt að þeir sem taka til máls í umræðunni um framanritað fækki blindgötuferðunum og staldri við með bæði augun opin á stóru umferðareyjunum lýðnum til heilla í stað þess að ala á misskiptingu. Og að lokum er gott að hafa í huga að þegar gleðin býr í hjartslættinum er lífsgangan létt og spennandi með eða án hjálpartækja.Höfundur er sjávarútvegsfræðingur sem stefnir á doktorsnám í Umburðarlyndisstjórnun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun