Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:07 Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu. Þó liggur ekki fyrir hvort þær hafi brotið af sér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga. Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga.
Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06