Evrópskir diplómatar til verndar Alexievitsj á heimili hennar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 13:49 Mynd sem tekin var á heimili Svetlönu Alexievitsj í morgun. Twitter/Ann Linde Utanríkiráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, hefur birt mynd af evrópskum diplómötum með hvítrússneska Nóbelsverðlaunahafanum Svetlana Alexievitsj á heimili hennar. Fyrr í dag sagði Alexievitsj að grímuklæddir menn hafi reynt að brjótast þar inn. Alexievitsj bauð fjölmiðlamönnum til fundar á heimili sitt fyrr í dag, en hún er síðasti meðlimur samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlands sem er ekki í haldi yfirvalda. Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir sögur sínar af lífi fólks á Sovéttímanum. Harassments, arrests & forced exile of opposition in Belarus is serious violation of peaceful protests by the regime in Belarus. Happy to share this photo taken a moment ago in Minsk withSvetlana Aleksijevitj surrounded by European diplomats, including a Swedish diplomat. pic.twitter.com/b96Nafhlf6— Ann Linde (@AnnLinde) September 9, 2020 Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti hafa beint spjótum sínum að að stjórnarandstæðingum í kjölfar mótmælaöldu sem blossaði upp í landinu eftir að Lúkasjenkó var sagður hafa unnið stórsigur í forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Hann hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl. Þúsundir hafa verið handteknir Maria Kolesnikova, ein þriggja kvenna sem tóku saman höndum til að skora Lúkasjenkó á hólm, er nú í haldi lögreglu eftir að hún neitaði að verða við beiðni yfirvalda að yfirgefa landið og halda til Úkraínu. Í morgun var svo greint frá því að lögfræðingurinn Maxim Znak, sem einnig átti sæti í samhæfingarráðinu, hafi verið tekinn höndum í morgun. Þúsundir stjórnarandstæðinga og mótmælenda hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi síðustu daga. Hvíta-Rússland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Utanríkiráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, hefur birt mynd af evrópskum diplómötum með hvítrússneska Nóbelsverðlaunahafanum Svetlana Alexievitsj á heimili hennar. Fyrr í dag sagði Alexievitsj að grímuklæddir menn hafi reynt að brjótast þar inn. Alexievitsj bauð fjölmiðlamönnum til fundar á heimili sitt fyrr í dag, en hún er síðasti meðlimur samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlands sem er ekki í haldi yfirvalda. Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir sögur sínar af lífi fólks á Sovéttímanum. Harassments, arrests & forced exile of opposition in Belarus is serious violation of peaceful protests by the regime in Belarus. Happy to share this photo taken a moment ago in Minsk withSvetlana Aleksijevitj surrounded by European diplomats, including a Swedish diplomat. pic.twitter.com/b96Nafhlf6— Ann Linde (@AnnLinde) September 9, 2020 Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti hafa beint spjótum sínum að að stjórnarandstæðingum í kjölfar mótmælaöldu sem blossaði upp í landinu eftir að Lúkasjenkó var sagður hafa unnið stórsigur í forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Hann hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl. Þúsundir hafa verið handteknir Maria Kolesnikova, ein þriggja kvenna sem tóku saman höndum til að skora Lúkasjenkó á hólm, er nú í haldi lögreglu eftir að hún neitaði að verða við beiðni yfirvalda að yfirgefa landið og halda til Úkraínu. Í morgun var svo greint frá því að lögfræðingurinn Maxim Znak, sem einnig átti sæti í samhæfingarráðinu, hafi verið tekinn höndum í morgun. Þúsundir stjórnarandstæðinga og mótmælenda hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi síðustu daga.
Hvíta-Rússland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira