„Vanvirðing við leikinn að láta Dóru Maríu ekki spila alltaf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2020 14:30 Að mati Kristínar Ýrar Bjarnadóttur ætti Dóra María Lárusdóttir að spila alla leiki fyrir Val. vísir/bára Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var einmitt viðbótin sem Val vantaði. Þetta segir Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna á Stöð 2 Sport. Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur hins vegar ekki af hverju Dóra María Lárusdóttir spilar ekki alla leiki fyrir Val. Gunnhildur Yrsa skoraði tvö mörk þegar Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. „Við sjáum bara hvernig hún er að koma inn í deildina. Hefur hún ekki verið í liði umferðarinnar eftir hvern einasta leik? Hún hefur verið nálægt því að skora og setti tvö þarna,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „Hún er algjör Duracell-kanína og vinnuhestur og akkúrat það sem Valsliðið þurfti,“ bætti Mist við. Kristín Ýr segir að Gunnhildur Yrsa, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Dóra María myndi gott teymi á miðju Vals. „Þetta er fullkomin miðja ef þú spyrð mig. Adda er í sexunni, vinnur rosalega vinnu og stýrir öllu. Dóra María í áttunni, að hlaupa á milli teiga og svo Gunnhildur Yrsa sem tekur hlaup inn fyrir vörnina. Þetta eru rosalega ólíkir leikmenn en bæta hver aðra upp,“ sagði Kristín Ýr. Dóra María hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðs Vals í sumar. Kristín Ýr segist eiga erfitt með að skilja það. „Mér finnst það vanvirðing fyrir leikinn að láta Dóru María ekki spila alltaf. Þú sérð hvernig gekk gegn Selfossi þar sem hún spilaði ekki neitt. Það kemur svo mikil ró og yfirvegun með henni. Mér finnst mjög skrítið að nota hana ekki og ég veit að hún hefur ekki verið meidd. Mér finnst galið að nota ekki svona góðan leikmann,“ sagði Kristín Ýr. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Dóru Maríu og Val Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var einmitt viðbótin sem Val vantaði. Þetta segir Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna á Stöð 2 Sport. Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur hins vegar ekki af hverju Dóra María Lárusdóttir spilar ekki alla leiki fyrir Val. Gunnhildur Yrsa skoraði tvö mörk þegar Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. „Við sjáum bara hvernig hún er að koma inn í deildina. Hefur hún ekki verið í liði umferðarinnar eftir hvern einasta leik? Hún hefur verið nálægt því að skora og setti tvö þarna,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „Hún er algjör Duracell-kanína og vinnuhestur og akkúrat það sem Valsliðið þurfti,“ bætti Mist við. Kristín Ýr segir að Gunnhildur Yrsa, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Dóra María myndi gott teymi á miðju Vals. „Þetta er fullkomin miðja ef þú spyrð mig. Adda er í sexunni, vinnur rosalega vinnu og stýrir öllu. Dóra María í áttunni, að hlaupa á milli teiga og svo Gunnhildur Yrsa sem tekur hlaup inn fyrir vörnina. Þetta eru rosalega ólíkir leikmenn en bæta hver aðra upp,“ sagði Kristín Ýr. Dóra María hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðs Vals í sumar. Kristín Ýr segist eiga erfitt með að skilja það. „Mér finnst það vanvirðing fyrir leikinn að láta Dóru María ekki spila alltaf. Þú sérð hvernig gekk gegn Selfossi þar sem hún spilaði ekki neitt. Það kemur svo mikil ró og yfirvegun með henni. Mér finnst mjög skrítið að nota hana ekki og ég veit að hún hefur ekki verið meidd. Mér finnst galið að nota ekki svona góðan leikmann,“ sagði Kristín Ýr. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Dóru Maríu og Val
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira