„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 12:36 Forsvarsmenn ADHD-samtakanna segja verulegan skort á geðlæknum hér á landi sem bitni illa bæði á börnum og fullorðnum sem greinast með ADHD. Vísir/Getty Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55