„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 12:36 Forsvarsmenn ADHD-samtakanna segja verulegan skort á geðlæknum hér á landi sem bitni illa bæði á börnum og fullorðnum sem greinast með ADHD. Vísir/Getty Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55