„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 12:36 Forsvarsmenn ADHD-samtakanna segja verulegan skort á geðlæknum hér á landi sem bitni illa bæði á börnum og fullorðnum sem greinast með ADHD. Vísir/Getty Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55