Michy vekur athygli á Maradona-mynd af sér úr Íslandsleiknum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 12:30 Michy Batshuayi fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. AP/Francisco Seco Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Sjá meira