Innlent

Rigning og vaxandi suð­austan­átt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það er rigning í kortunum í dag.
Það er rigning í kortunum í dag. Vísir/Vilhelm

Það snýst í suðvestanátt 3-8 metra á sekúndu í dag með dálitlum skúrum á vestanverðu landinu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. 

Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Hiti 5 til 12 stig. Sunnan- og suðaustanátt á morgun, víða 8-13 metrar á sekúndu, og rigning með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, en austan 10-18 á annesjum N-lands. Rigning með köflum, en úrkomulítið á NA-landi. Hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag:

Norðaustan 13-18 NV-til, annars mun hægari. Rigning eða skúrir, einkum N-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðaustan- og austanátt og dálítil rigning, hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir austlæga átt með smáskúrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×