Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:12 Björn Zoëga er forstjóri Karolinska. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira