Lífið

Byrjaði allt í einu að syngja Nessun Dorma í verslunarmiðstöð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega vel heppnað atriði.
Einstaklega vel heppnað atriði.

Óperuhúsið Opera North fór nýja leið til að kynna haustdagskrána um árið þegar starfsfólkið byrjaði að flytja lagið þekkta Nessun Dorma í verslunarmiðstöð í Leeds í Bretlandi.

Mikil fjöldi var í verslunarmiðstöðinni þegar Rafael Rojas, tenór í óperuhúsinu, byrjaði upp úr þurru að flytja lagið.

Seinna kom inn nokkrar óperusöngkonur og fluttu með honum einn kafla úr laginu og gengu síðan í burtu.

Gestir verslunarmiðstöðvarinnar voru greinilega mjög hrifnir eins og sjá má hér að neðan. Eflaust hefur einhver fengið gæsahúð en gestirnir rifu upp símana og hlustuðu á hina fögru tóna.

Uppfært: Umrætt atvik átti sér stað árið 2017 og var gjörningur hjá starfsmönnum Óperuhússins. Nú miða fjöldatakmarkanir við 30 manns í Bretlandi og frá og með mánudeginum mega sjö ekki koma saman

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×