Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 22:30 Roberto Martínez verður með Kevin De Bruyne til taks gegn Íslandi annað kvöld. VÍSIR/GETTY Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00