Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 22:30 Roberto Martínez verður með Kevin De Bruyne til taks gegn Íslandi annað kvöld. VÍSIR/GETTY Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00