„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2020 20:29 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira