„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2020 20:29 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira