Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 18:00 Erik Hamrén á blaðamannafundinum í Belgíu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Sjá meira
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Sjá meira
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti