Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:32 Greenwood var með grímu á Laugardalsvelli í vikunni. Gríman var hins vegar fjarri þegar íslensku stelpurnar kíktu í heimsókn. Getty/Hafliði Breiðfjörð Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira