Sýndu æfingu Söru og Björgvins á margföldum hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 08:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman fyrir Foodspring í desember á síðasta ári og er þessi mynd af Instagram síðu Foodspring_athletics's. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson æfa saman í lokaundirbúningnum sínum fyrir heimsleikana í CrossFit sem hefjast eftir aðeins ellefu daga. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér stóra hluti á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast eftir minna en tvær vikur. Síðustu og næstu dagar eru mjög mikilvægur tími fyrir besta CrossFit fólk heims þar sem þau leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir heimsleikana. Þau hafa um leið fengið smá vísbendingar um hvað bíður þeirra á þessum óvenjulegu heimsleikum sem fara að þessu sinni í gegnum netið. Sara og Björgvin Karl hafa sama umboðsmann, Snorra Barón Jónsson, og hafa oft unnið saman. Bæði eru þau í heimsklassa í sinni íþrótt og því tilvalið fyrir þau að æfa saman til að keyra hvort annað áfram í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana. View this post on Instagram Final camp for the CFG Stage 1 is officially in full swing here in Iceland Here s a little chipper from yesterday for you to try: FOR TIME 100 Double Unders 50 Wall Balls 30/20lbs 100 Double Unders 50m Handstand Walk 100 Double Unders 50 GHD Sit Ups 100 Double Unders #TheTrainingPlan #CrossFitGames #GamesPrep A post shared by The Training Plan (@thetrainingplan) on Sep 4, 2020 at 2:48am PDT Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa þegar náð frábærum árangri á öflugi netmóti á þessu ári því þau urðu bæði í öðru sæti á Rogue Invitational mótinu í júní en aðeins besta CrossFit fólk heims fékk boð á það mót. Sara Sigmundsdóttir sýndi myndband á Instagram síðu sinni sem er upphaflega komið frá The Training Plan Instagram síðunni. Myndbandið sýnir þau Söru og Björgvin Karl gera heila krefjandi æfingu saman en það sem er óvenjulegt er að hún er sýnd á margföldum hraða. Myndbandið er frá æfingu þeirra á heimavelli Söru í Simmagym í Reykjanesbæ. Þarna má sjá þau gera fjórar umferðir af 100 sippum og inn á milli henda þungum boltum í vegg, ganga á höndum og gera kviðæfingar. Undirritaður er þó frekar viss um að þau Sara og Björgvin Karl hafi reyndar ekki valið Klaufabárða-tónlistina sem er spiluð undir æfingunum en eins og sjá má hér fyrir neðan þá er skemmtilegt að sjá þau gera æfinguna svona hlið við hlið. View this post on Instagram Final Games prep started yesterday with @bk_gudmundsson. This was the finisher. FOR TIME 100 Double Unders 50 Wall Balls 30/20lbs 100 Double Unders 50m Handstand Walk 100 Double Unders 50 GHD Sit Ups 100 Double Unders Courtesy of @thetrainingplan _ #crossfit #crossfitgames #gamescamp #itson #letsgo #spongebob A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 4, 2020 at 3:01pm PDT CrossFit Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson æfa saman í lokaundirbúningnum sínum fyrir heimsleikana í CrossFit sem hefjast eftir aðeins ellefu daga. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér stóra hluti á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast eftir minna en tvær vikur. Síðustu og næstu dagar eru mjög mikilvægur tími fyrir besta CrossFit fólk heims þar sem þau leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir heimsleikana. Þau hafa um leið fengið smá vísbendingar um hvað bíður þeirra á þessum óvenjulegu heimsleikum sem fara að þessu sinni í gegnum netið. Sara og Björgvin Karl hafa sama umboðsmann, Snorra Barón Jónsson, og hafa oft unnið saman. Bæði eru þau í heimsklassa í sinni íþrótt og því tilvalið fyrir þau að æfa saman til að keyra hvort annað áfram í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana. View this post on Instagram Final camp for the CFG Stage 1 is officially in full swing here in Iceland Here s a little chipper from yesterday for you to try: FOR TIME 100 Double Unders 50 Wall Balls 30/20lbs 100 Double Unders 50m Handstand Walk 100 Double Unders 50 GHD Sit Ups 100 Double Unders #TheTrainingPlan #CrossFitGames #GamesPrep A post shared by The Training Plan (@thetrainingplan) on Sep 4, 2020 at 2:48am PDT Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa þegar náð frábærum árangri á öflugi netmóti á þessu ári því þau urðu bæði í öðru sæti á Rogue Invitational mótinu í júní en aðeins besta CrossFit fólk heims fékk boð á það mót. Sara Sigmundsdóttir sýndi myndband á Instagram síðu sinni sem er upphaflega komið frá The Training Plan Instagram síðunni. Myndbandið sýnir þau Söru og Björgvin Karl gera heila krefjandi æfingu saman en það sem er óvenjulegt er að hún er sýnd á margföldum hraða. Myndbandið er frá æfingu þeirra á heimavelli Söru í Simmagym í Reykjanesbæ. Þarna má sjá þau gera fjórar umferðir af 100 sippum og inn á milli henda þungum boltum í vegg, ganga á höndum og gera kviðæfingar. Undirritaður er þó frekar viss um að þau Sara og Björgvin Karl hafi reyndar ekki valið Klaufabárða-tónlistina sem er spiluð undir æfingunum en eins og sjá má hér fyrir neðan þá er skemmtilegt að sjá þau gera æfinguna svona hlið við hlið. View this post on Instagram Final Games prep started yesterday with @bk_gudmundsson. This was the finisher. FOR TIME 100 Double Unders 50 Wall Balls 30/20lbs 100 Double Unders 50m Handstand Walk 100 Double Unders 50 GHD Sit Ups 100 Double Unders Courtesy of @thetrainingplan _ #crossfit #crossfitgames #gamescamp #itson #letsgo #spongebob A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 4, 2020 at 3:01pm PDT
CrossFit Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira