Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 15:54 Mótmælendur í miðborg Minsk í gær halda uppi hvítum og rauðum fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/STRINGER Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00
Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31
Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26