Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar Ísak Hallmundarson skrifar 5. september 2020 19:00 Guðlaugur í baráttunni í dag. getty/ Haflidi Breidfjord Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmark Englands úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans. Gríðarlega svekkjandi tap Íslands staðreynd. ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. Guðlaugur átti frábæran leik á miðjunni og var valinn maður leiksins að mati Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport. ,,Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu lengi og bíða eftir að geta sýnt mitt rétta andlit með landsliðinu. Að sjálfsögðu er ég ánægður en það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um það núna eftir þetta.‘‘ Aðspurður hvað honum þykir hafa staðið upp úr í leik Íslands segir hann íslenska liðið hafa gert því enska erfitt fyrir allan leikinn. ,,Við gerðum þeim mjög erfitt fyrir og þeir eiga engin þannig færi, við verjumst eins og kóngar og erum bara ógeðslega flottir. Eftir allt þetta að fá svo á sig víti á 90. mínútu, en við hefðum líka getað skorað úr okkar víti og labbað burt sáttir, það eru skin og skúrir í þessu, núna eru klárlega skúrir,‘‘ sagði Guðlaugur Victor að lokum. Klippa: Viðtal við Guðlaug Victor Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmark Englands úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans. Gríðarlega svekkjandi tap Íslands staðreynd. ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. Guðlaugur átti frábæran leik á miðjunni og var valinn maður leiksins að mati Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport. ,,Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu lengi og bíða eftir að geta sýnt mitt rétta andlit með landsliðinu. Að sjálfsögðu er ég ánægður en það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um það núna eftir þetta.‘‘ Aðspurður hvað honum þykir hafa staðið upp úr í leik Íslands segir hann íslenska liðið hafa gert því enska erfitt fyrir allan leikinn. ,,Við gerðum þeim mjög erfitt fyrir og þeir eiga engin þannig færi, við verjumst eins og kóngar og erum bara ógeðslega flottir. Eftir allt þetta að fá svo á sig víti á 90. mínútu, en við hefðum líka getað skorað úr okkar víti og labbað burt sáttir, það eru skin og skúrir í þessu, núna eru klárlega skúrir,‘‘ sagði Guðlaugur Victor að lokum. Klippa: Viðtal við Guðlaug Victor
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira