Erlent

Mun ekki kenna við skólann þetta misserið

Atli Ísleifsson skrifar
Jessica Krug með bók sína Fugitive Modernities sem kom út fyrir tæpum tveimur árum.
Jessica Krug með bók sína Fugitive Modernities sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Duke University Press

Bandaríska fræðakonan Jessica Krug, sem rataði í fréttirnar í vikunni eftir að hún játaði að hafa um árabil logið til um að vera svört, mun ekki kenna við George Washingon háskólann þetta misserið.

Forsvarsmenn skólans staðfesta þetta í yfirlýsingu, þar sem segir ennfremur að margir núverandi og fyrrverandi nemendur við skólann og samstarfsmenn finni til sársauka vegna málsins.

Krug hefur starfað sem dósent við skólann og sérstaklega rannsakað Afríku og sögu svartra í Bandaríkjunum. Hún viðurkenndi í bloggfærslu á fimmtudaginn að hafa logið til um að vera sjálf svört, þegar raunin er að hún er hvít og af gyðingaættum frá Kansas City.

Samstarfsmenn Krug hafa margir sagst vera í áfalli og misboðið vegna játningar Krug.

Glímt við andleg veikindi

Í bloggfærslu sinni á Medium sagði Krug frá því að hún átt orðið fyrir áföllum í æsku og í kjölfarið glímt við andleg veikindi. Veikindin geti þó ekki afsakað gjörðir hennar þótt þau geti mögulega útskýrt hvers vegna hún hafi villt á sér heimildir og haldið því áfram eins lengi og raun bar vitni.

Í færslunni sagði Krug hegðun sína ennfremur vera lifandi dæmi um ofbeldi og skopstælingar hvítra í garð svartra, sem haldi áfram að misnota menningu og sjálfsmynd svartra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×