Segir að hann muni ávallt elska Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 21:30 Messi segir að hann muni ávallt elska knattspyrnufélagið Barcelona. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20