Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 19:20 Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví. Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví.
Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57
Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07