Sundþyrstir Hvergerðingar þurfa að leita annað en í Laugaskarð í vetur Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2020 13:42 Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Hveragerði Sundlaugar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts.
Hveragerði Sundlaugar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent