Heimildarmynd um baráttu Gretu Thunberg beint frá Feneyjum á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 12:40 Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftlagsmálum undanfarin ár. Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira