Dorsett laus úr sóttkví: Heyrði af því að enska landsliðið vilji komast í Bláa lónið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 13:00 Harry Kane og Raheem Sterling spiluðu báðir þennan sögulega leik fyrir fjórum árum. Ensku landsliðsmennirnir eru sagðir vilja komast í Bláá lónið. Samsett/Getty Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á morgun og vanalega væri hér allt morandi í enskum fjölmiðlamönnum. Kórónuveiran og mjög skert aðgengi að liðunum varð hins vegar til þess að aðeins örfári lögðu á sig vesenið að koma til Íslands. Einn af þeim er Rob Dorsett á Sky Sports sem er búinn með sóttkví og klár í að fjalla um leikinn. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Rob Dorsett um fyrstu dagana á Íslandi og leikinn við Englendinga á morgun. „Það hefur verið krefjandi fyrir mig. Við þurftum að vera í sóttkví í fimm eða sex daga og vorum fastur upp á hótelherbergi. Við þurftum að taka stóra ákvörðun um það hvort við ættum að koma til Íslands yfir höfuð,“ sagði Rob Dorsett sem gat ekki sleppt þessu. „Ég vissi hversu falleg borg Reykjavík væri og vildi endilega koma því allir vinirnir mínir höfðu sagt mér frá því. Bílferðin frá flugvellinum á hótelið var mjög falleg en svo sáum maður bara hótelveggina í fimm daga,“ sagði Rob Dorsett og það reyndi á hann næstu dagana. Borðuðum ekki mikið fyrstu þrjá dagana „Það var erfitt að fá mat. Við vorum á yndislegu hóteli en þau þurftu að loka veitingastaðnum sínum vegna kórónuveirunnar. Það var heldur engin herbergisþjónusta sem við vissum ekki fyrr en við komum hingað. Við fengum símanúmer hjá fullt af veitingastöðum á svæðinu en flestir þeirra sendu ekki matinn. A-ha vefsíðan tekur síðan ekki við ensku kreditkorti. Við borðuðum því ekki mikið fyrstu þrjá dagana,“ sagði Rob Dorsett. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum. „Það er allt í lagi núna því við erum búnir að fara í seinna prófið og erum frjálsir núna. Við fáum því loksins að skoða Reykjavík sem er fallegur staður,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvað hafi verið það fyrsta sem hann gerði þegar hann slapp úr sóttkví. „Við fengum okkur bjór á veitingastað sem var 50 metrum frá hótelinu,“ sagði Rob Dorsett hlæjandi. Ætla að prófa alla veitingastaðina í kringum hótelið „Hótelið okkar er í miðbænum og það er allt fullt af veitingastöðum í kringum okkur. Við munum prófa þá alla áður en við förum aftur heim,“ sagði Rob Dorsett. Enska landsliðið verður á Íslandi fram á þriðjudaginn og mun æfa á Íslandi á mánudagsmorguninn áður enn liðið fer til Danmerkur. „Við vorum að heyra eitthvað af því að enska landsliðið ætlaði í Bláa lónið ef þeir fá eitthvað frí en ég veit ekki hvort þeir hafi tíma til þess. Það er öruggt að leikmennirnir vilja það,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvort ensku fjölmiðlamennirnir væru mikið að velta sér ennþá upp úr sigri Íslands á Englandi á EM 2016. Enska landsliðið mun taka leikinn mjög alvarlega „Það er mjög slæm minning fyrir okkur og kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Stuðningsmennirnir ykkar voru stórkostlegir í þeirri keppni. Víkingklappið er enn stóra minningin mín frá mótinu. Þessi leikur er samt mjög slæm minning fyrir enska fótboltaáhugamenn,“ sagði Rob Dorsett. „Ég veit að það vantar mikið í íslenska landsliðshópinn núna þar sem fimm af bestu leikmönnum íslenska liðsins eru ekki með. Enska landsliðið ætlar samt sem áður að taka þennan leik mjög alvarlega og þeir hafa áhyggjur af enska landsliðinu,“ sagði Rob Dorsett. „Enska landsliðið hefur ekki spilað í tíu mánuði og Gareth Southgate sá að tap á móti Íslandi kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Ég lofa þér því að hann mun taka þennan leik mjög alvarlega,“ sagði Rob Dorsett. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir ræðir við Rob Dorsett frá Sky Sports Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum AHA.is. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á morgun og vanalega væri hér allt morandi í enskum fjölmiðlamönnum. Kórónuveiran og mjög skert aðgengi að liðunum varð hins vegar til þess að aðeins örfári lögðu á sig vesenið að koma til Íslands. Einn af þeim er Rob Dorsett á Sky Sports sem er búinn með sóttkví og klár í að fjalla um leikinn. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Rob Dorsett um fyrstu dagana á Íslandi og leikinn við Englendinga á morgun. „Það hefur verið krefjandi fyrir mig. Við þurftum að vera í sóttkví í fimm eða sex daga og vorum fastur upp á hótelherbergi. Við þurftum að taka stóra ákvörðun um það hvort við ættum að koma til Íslands yfir höfuð,“ sagði Rob Dorsett sem gat ekki sleppt þessu. „Ég vissi hversu falleg borg Reykjavík væri og vildi endilega koma því allir vinirnir mínir höfðu sagt mér frá því. Bílferðin frá flugvellinum á hótelið var mjög falleg en svo sáum maður bara hótelveggina í fimm daga,“ sagði Rob Dorsett og það reyndi á hann næstu dagana. Borðuðum ekki mikið fyrstu þrjá dagana „Það var erfitt að fá mat. Við vorum á yndislegu hóteli en þau þurftu að loka veitingastaðnum sínum vegna kórónuveirunnar. Það var heldur engin herbergisþjónusta sem við vissum ekki fyrr en við komum hingað. Við fengum símanúmer hjá fullt af veitingastöðum á svæðinu en flestir þeirra sendu ekki matinn. A-ha vefsíðan tekur síðan ekki við ensku kreditkorti. Við borðuðum því ekki mikið fyrstu þrjá dagana,“ sagði Rob Dorsett. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum. „Það er allt í lagi núna því við erum búnir að fara í seinna prófið og erum frjálsir núna. Við fáum því loksins að skoða Reykjavík sem er fallegur staður,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvað hafi verið það fyrsta sem hann gerði þegar hann slapp úr sóttkví. „Við fengum okkur bjór á veitingastað sem var 50 metrum frá hótelinu,“ sagði Rob Dorsett hlæjandi. Ætla að prófa alla veitingastaðina í kringum hótelið „Hótelið okkar er í miðbænum og það er allt fullt af veitingastöðum í kringum okkur. Við munum prófa þá alla áður en við förum aftur heim,“ sagði Rob Dorsett. Enska landsliðið verður á Íslandi fram á þriðjudaginn og mun æfa á Íslandi á mánudagsmorguninn áður enn liðið fer til Danmerkur. „Við vorum að heyra eitthvað af því að enska landsliðið ætlaði í Bláa lónið ef þeir fá eitthvað frí en ég veit ekki hvort þeir hafi tíma til þess. Það er öruggt að leikmennirnir vilja það,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvort ensku fjölmiðlamennirnir væru mikið að velta sér ennþá upp úr sigri Íslands á Englandi á EM 2016. Enska landsliðið mun taka leikinn mjög alvarlega „Það er mjög slæm minning fyrir okkur og kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Stuðningsmennirnir ykkar voru stórkostlegir í þeirri keppni. Víkingklappið er enn stóra minningin mín frá mótinu. Þessi leikur er samt mjög slæm minning fyrir enska fótboltaáhugamenn,“ sagði Rob Dorsett. „Ég veit að það vantar mikið í íslenska landsliðshópinn núna þar sem fimm af bestu leikmönnum íslenska liðsins eru ekki með. Enska landsliðið ætlar samt sem áður að taka þennan leik mjög alvarlega og þeir hafa áhyggjur af enska landsliðinu,“ sagði Rob Dorsett. „Enska landsliðið hefur ekki spilað í tíu mánuði og Gareth Southgate sá að tap á móti Íslandi kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Ég lofa þér því að hann mun taka þennan leik mjög alvarlega,“ sagði Rob Dorsett. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir ræðir við Rob Dorsett frá Sky Sports Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum AHA.is.
Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira