Fjórir í enska landsliðsinu í sérstökum hefndarhug í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:00 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í dag, sést hér eftir tapið á móti Íslandi á EM 27. júní 2016. Getty/Catherine Ivill Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira