Meiriháttar áfall að missa vin í sprengingu á Grundartanga Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 07:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ræddi ítarlega við Snæbjörn. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira. Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira.
Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira