Meiriháttar áfall að missa vin í sprengingu á Grundartanga Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 07:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ræddi ítarlega við Snæbjörn. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira. Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira.
Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira