Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 15:23 Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna. vísir/daníel/bára Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti