Tvöfalt fleiri hringja í Hjálparsímann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:56 Rauði krossinn hefur fjölgað sjálfboðaliðum úr tveimur í allt að tólf til að manna Hjálparsímann þessa dagana. Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira