Bæjarmálin – fýla eða frumleiki: Möguleikar Fljótsdalshéraðs Sigurður Ragnarsson skrifar 3. september 2020 12:00 Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun