Selfossstelpurnar hafa ekki tapað bikarleik í 26 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Elín Metta Jensen í baráttu um boltann í leik liðanna í Meistaradeildinni í byrjun sumars. Vísir/HAG 29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki