Jakob og Helgi framlengja en DiNunno kemur ekki til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 14:35 Mike DiNunno kemur ekki aftur til KR. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2018-19. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor. Dominos-deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira