Sara: Það er mikil pressa að komast í topp fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært CrossFit tímabil og það er búist við miklu af henni á heimsleikunum seinna í þessum mánuði. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira