Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:19 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út sem er í gildi núna. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira