Segir Tottenham-þættina vera meiri sápuóperu heldur en heimildarþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 07:00 'All or Nothing: José Mourinho´ væri ef til vill betra nafn fyrir þættina sem sýndir eru á streymisveitunni Amazon Prime. Will Oliver/Getty Images Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira