Wijnaldum yrði í lykilhlutverki í Katalóníu | Thiago arftaki hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:30 Wijnaldum og Koeman þekkjast ágætlega en Koeman þjálfaði hollenska landsliðið frá 2018 til 2020. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30
Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30
Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15