UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.
Bolurinn í ár er rjómalitaður í oversized sniði úr mjúkri bómull. Ljósmyndarinn Anna Maggý tók myndina framan á bolnum, þar sem sjá má FO myndað á táknmáli, til ítrekunar á mikilvægi þess að hlusta á raddir allra í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skilja engan eftir. Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.

Þegar neyð ríkir eru konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Í kjölfar sprenginganna síðastliðin 4. ágúst og Covid-19 faraldursins hefur ofbeldi gegn konum farið stigvaxandi í Líbanon. Með því að kaupa FO bolinn tekur hver og einn þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar.

FO langerma bolurinn kostar 7.900 krónur og fæst á www.unwomen.is og í í verslunum Vodafone sem er jafnframt bakhjarl átaksins. Taka skal fram að FO bolurinn fæst í takmörkuðu upplagi.