KR-konur koma úr sóttkví og fara beint í bikarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 15:00 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk þegar KR spilaði síðast leik í Mjólkurbikarnum þegar liðið var nýkomið úr sóttkví. Vísir/Vilhelm Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30
Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30