Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 23:37 Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. EPA/SASCHA STEINBACH Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58