Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 11:43 Heilbrigðisstarfsmenn flytja manneskju á sjúkrahús í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20
Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03