Sara: Ég er svo ánægð með að heimsleikarnir fari fram eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir með Samönthu Briggs sem varð heimsmeistari í CrossFit árið 2013. Mynd/Instagram „Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
„Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira