Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 18:34 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að um 25 til 30 þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin. Vísir/Arnar Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34