Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 12:55 Hagfræðingur Landsbankans segir að rekja megi mikinn samdrátt í útflutningi á árinu til samdráttar í ferðaþjónustu. Myndin er tekin á Þingvöllum í júlí en undanfarin sumur hefur vart verið þverfótað fyrir ferðamönnum í þjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04