Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 19:10 Þættirnir Allt úr engu fóru af stað á dögunum á Stöð 2. Mynd/Allt úr engu Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Í þætti kvöldsins skoðar Davíð Örn eldhúsið og ísskápinn hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og töfrar fram girnilega rétti. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr öðrum þætti. Salatgratín Fyrir 6-8 manns 500 ml. epladjús 1 sellerístöng 1 agúrka - Hýði og kjarni (stökki parturinn skorinn í teninga notaður sem meðlæti í eftirréttinn) 6 - 7 greinar ferskt dill 2 góðar matskeiðar flórsykur Safi frá 1 - 2 súraldin - einnig er hægt að rífa örlítið af berkinum fyrir meira bragð Tip: Hægt að nota nokkur salatblöð, smá spínat eða meira sellerí fyrir meira bragð Setjið allt saman í blender í 30 sek til 1 mín, eða þar til að hráefnin eru orðin vel maukuð og bragðið frá þeim komið út í djúsinn. Sigtið ofan í plastdall eða glerbakka og smakkið til með súraldin og/eða flórsykri. Bragðið á að vera súrsætt með fersku bragði af agúrku og sellerí. Setjið bakkann í frysti þangað til vökvinn er orðinn gaddfreðinn. Takið bakkann út og brjótið ísinn í smáa bita. Setjið í blender þangað til vökvinn er orðinn að krapi. Setjið í box og aftur inn í frysti. Tip: Til að flýta fyrir frystingu, setjið grynnra lagið af vökva í bakkann sem þið setjið í frystinn. Það mun gera það að verkum að vökvinn frýs hraðar. Því grynnra lag, því betra! Mynd/Allt úr engu Hvít súkkulaði og skyrkrem Fyrir 8-10 manns 300 gr. hvítt súkkulaði 175 gr. rjómi 325 gr. skyr Setjið hvítt súkkulaði í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og pískið skyrið út í. Komið kreminu fyrir í íláti og skellið því í kæli og leyfið því að stífna í 1-2 klukkustund. Mynd/Allt úr engu Krystallað hvítt súkkulaði 6-8 manns 100 gr. vatn 100 gr. sykur 150 gr. hvítt súkkulaði Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman í síróp þar til hitinn nær uþb. 120 gráðum. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni, potti eða vantsbaði. Setjið brædda súkkulaðið í skál eða í hrærivél, einnig er hægt að nota rafmagnspísk, og pískið heitu sykursírópinu út í súkkulaðið í mjórri bunu. Súkkulaðið ætti núna að verða orðið að “hrauni” og tilbúið til notkunar þegar það hefur kólnað örlítið. Sýrðar agúrkur 100 gr. vatn 100 gr. sykur 100 gr. edik 1 gúrka skorin í þunnar skífur (ef nota á agúrkurnar í eftirréttinn er gott að salta þær ekki fyrir súrsun) og söltuð með flögusalti í uþb. 10 mínútur. Setjið vatn, sykur og edik í pott, setjið á vægan hita og leysið upp sykurinn. Hægt er að krydda vökvann með hverju sem er jafnvel hvönn eins og ég gerði í þættinum. Setjið agúrkurnar í krukku og hellið volgum vökvanum yfir agúrkurnar. Þetta geymist í kæli í allt að endalokum veraldar. Mynd/Allt úr engu Risarækjur með grilluðum agúrkum og strandjurtum Fyrir 6-8 manns 1 stk laukur - saxaður fínt 3 geirar hvítlaukur - saxaður fínt 2 msk. ferskur grænn pipar - saxaður fínt (einnig er hægt að nota þurrkaðan lagðan í bleyti) 1 stk. grænt epli - saxað fínt eða rifið á rifjárni 1 kg. risarækjur 2 stk súraldin - safi og rifinn börkur notaður Blandið öllu saman og kryddið með salti, hampolíu og súraldinsafa og berki. Látið marinerast á meðan þið græjar meðlætið. Mynd/Allt úr engu Anís ediksósa: 1 msk. anísfræ 1 msk. acacia hunang (það er líka hægt að nota venjulegt hunang) 3 msk. eplaedik 8 msk. hampolía Saltverk salt Hrærið saman hunang og edik í skál og pískið olíuna útí. Ristið anísfræin á pönnu við meðalhita þangað til þau brúnast örlítið, passið að þau brúnist ekki of mikið því þá verða þau bitur á bragðið. Hellið heitum fræjunum í sósuna og geymið til hliðar. Þessi ediksósa geymist við stofuhita endalaust lengi. 1 agúrka - skorin í þynnur 1 blaðlaukur - neðri hluti skorinn í skífur og efri hlutinn skilinn að í lög. Grillið agúrkurnar og laukslögin á grillpönnu eða sem er enn betra á grilli þangað til þið fáið brenndar rendur á grænmetið og það eldað í gegn, þó ekki maukeldað. Geymið til hliðar, þið notið þetta ofan á rækjurnar á eftir. Blaðlauksskífurnar steikið þið á þurri pönnu eða grillið þangað til þær eru eldaðar í gegn og bitur-sætar á bragðið. Bragðið til með eplaediki, hampolíu og salti og setjið út í rækjublönduna. ½ stk. mangó - skorið í teninga 2 stk. avcoadó skorið í teninga. 100 gr. þangskegg AKA: truffluþari - saxaður gróflega Geymið til hliðar, þessu er dreift yfir rækjublönduna þegar þið ert búin/n að steikja þær. Hitið núna pönnu á hæsta hita svo það rjúki úr henni og steiktu rækjurnar ásamt öllu saxaða gotteríinu á funheitri pönnunni og steikið þar til rækjurnar eru 80% eldaðar. Hellið rækjunum núna af pönnunni og á disk eða fat og dreifið truffluþaranum, mangóinu og avocadóinu yfir. Takið grilluðu blaðlauks- og agúrkuþynnurnar, rúllið þeim upp og látið þær standa fallega ofan á réttinum. Að lokum puntið með jurtum úr fjörunni og hellið ediksósunni yfir. Matur Uppskriftir Eftirréttir Sjávarréttir Grænmetisréttir Allt úr engu Tengdar fréttir „Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. Í þætti kvöldsins skoðar Davíð Örn eldhúsið og ísskápinn hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og töfrar fram girnilega rétti. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr öðrum þætti. Salatgratín Fyrir 6-8 manns 500 ml. epladjús 1 sellerístöng 1 agúrka - Hýði og kjarni (stökki parturinn skorinn í teninga notaður sem meðlæti í eftirréttinn) 6 - 7 greinar ferskt dill 2 góðar matskeiðar flórsykur Safi frá 1 - 2 súraldin - einnig er hægt að rífa örlítið af berkinum fyrir meira bragð Tip: Hægt að nota nokkur salatblöð, smá spínat eða meira sellerí fyrir meira bragð Setjið allt saman í blender í 30 sek til 1 mín, eða þar til að hráefnin eru orðin vel maukuð og bragðið frá þeim komið út í djúsinn. Sigtið ofan í plastdall eða glerbakka og smakkið til með súraldin og/eða flórsykri. Bragðið á að vera súrsætt með fersku bragði af agúrku og sellerí. Setjið bakkann í frysti þangað til vökvinn er orðinn gaddfreðinn. Takið bakkann út og brjótið ísinn í smáa bita. Setjið í blender þangað til vökvinn er orðinn að krapi. Setjið í box og aftur inn í frysti. Tip: Til að flýta fyrir frystingu, setjið grynnra lagið af vökva í bakkann sem þið setjið í frystinn. Það mun gera það að verkum að vökvinn frýs hraðar. Því grynnra lag, því betra! Mynd/Allt úr engu Hvít súkkulaði og skyrkrem Fyrir 8-10 manns 300 gr. hvítt súkkulaði 175 gr. rjómi 325 gr. skyr Setjið hvítt súkkulaði í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og pískið skyrið út í. Komið kreminu fyrir í íláti og skellið því í kæli og leyfið því að stífna í 1-2 klukkustund. Mynd/Allt úr engu Krystallað hvítt súkkulaði 6-8 manns 100 gr. vatn 100 gr. sykur 150 gr. hvítt súkkulaði Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman í síróp þar til hitinn nær uþb. 120 gráðum. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni, potti eða vantsbaði. Setjið brædda súkkulaðið í skál eða í hrærivél, einnig er hægt að nota rafmagnspísk, og pískið heitu sykursírópinu út í súkkulaðið í mjórri bunu. Súkkulaðið ætti núna að verða orðið að “hrauni” og tilbúið til notkunar þegar það hefur kólnað örlítið. Sýrðar agúrkur 100 gr. vatn 100 gr. sykur 100 gr. edik 1 gúrka skorin í þunnar skífur (ef nota á agúrkurnar í eftirréttinn er gott að salta þær ekki fyrir súrsun) og söltuð með flögusalti í uþb. 10 mínútur. Setjið vatn, sykur og edik í pott, setjið á vægan hita og leysið upp sykurinn. Hægt er að krydda vökvann með hverju sem er jafnvel hvönn eins og ég gerði í þættinum. Setjið agúrkurnar í krukku og hellið volgum vökvanum yfir agúrkurnar. Þetta geymist í kæli í allt að endalokum veraldar. Mynd/Allt úr engu Risarækjur með grilluðum agúrkum og strandjurtum Fyrir 6-8 manns 1 stk laukur - saxaður fínt 3 geirar hvítlaukur - saxaður fínt 2 msk. ferskur grænn pipar - saxaður fínt (einnig er hægt að nota þurrkaðan lagðan í bleyti) 1 stk. grænt epli - saxað fínt eða rifið á rifjárni 1 kg. risarækjur 2 stk súraldin - safi og rifinn börkur notaður Blandið öllu saman og kryddið með salti, hampolíu og súraldinsafa og berki. Látið marinerast á meðan þið græjar meðlætið. Mynd/Allt úr engu Anís ediksósa: 1 msk. anísfræ 1 msk. acacia hunang (það er líka hægt að nota venjulegt hunang) 3 msk. eplaedik 8 msk. hampolía Saltverk salt Hrærið saman hunang og edik í skál og pískið olíuna útí. Ristið anísfræin á pönnu við meðalhita þangað til þau brúnast örlítið, passið að þau brúnist ekki of mikið því þá verða þau bitur á bragðið. Hellið heitum fræjunum í sósuna og geymið til hliðar. Þessi ediksósa geymist við stofuhita endalaust lengi. 1 agúrka - skorin í þynnur 1 blaðlaukur - neðri hluti skorinn í skífur og efri hlutinn skilinn að í lög. Grillið agúrkurnar og laukslögin á grillpönnu eða sem er enn betra á grilli þangað til þið fáið brenndar rendur á grænmetið og það eldað í gegn, þó ekki maukeldað. Geymið til hliðar, þið notið þetta ofan á rækjurnar á eftir. Blaðlauksskífurnar steikið þið á þurri pönnu eða grillið þangað til þær eru eldaðar í gegn og bitur-sætar á bragðið. Bragðið til með eplaediki, hampolíu og salti og setjið út í rækjublönduna. ½ stk. mangó - skorið í teninga 2 stk. avcoadó skorið í teninga. 100 gr. þangskegg AKA: truffluþari - saxaður gróflega Geymið til hliðar, þessu er dreift yfir rækjublönduna þegar þið ert búin/n að steikja þær. Hitið núna pönnu á hæsta hita svo það rjúki úr henni og steiktu rækjurnar ásamt öllu saxaða gotteríinu á funheitri pönnunni og steikið þar til rækjurnar eru 80% eldaðar. Hellið rækjunum núna af pönnunni og á disk eða fat og dreifið truffluþaranum, mangóinu og avocadóinu yfir. Takið grilluðu blaðlauks- og agúrkuþynnurnar, rúllið þeim upp og látið þær standa fallega ofan á réttinum. Að lokum puntið með jurtum úr fjörunni og hellið ediksósunni yfir.
Matur Uppskriftir Eftirréttir Sjávarréttir Grænmetisréttir Allt úr engu Tengdar fréttir „Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49 Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
„Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“ Matreiðslumeistarinn Davíð Örn Hákonarson og leikarinn Aron Mola kepptust um að gera fallegusta eftirréttinn í fyrsta þætti af Allt úr engu. 28. ágúst 2020 16:49
Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. 26. ágúst 2020 14:33
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið